Computer Graphics

Skemmtilegustu verkefni sem ég gerði í tölvugrafík áfanga í University of Miami. Það er hægt að draga hlutina til og snúa þeim ef maður ýtir á horn með músinni. Svo eru alskonar takkar í hverju verkefni sem hægt er að fikta í.



Tækni

Öll verkefnin eru unnin í WebGL, sem er JavaScript viðmót til að keyra 3D-grafík beint í browser með hjálp skjákortsins. WebGL notar tvær gerðir af shader-forritum:
  • Vertex shaders: Sjá um hnit punkta í 3D og umbreyta þeim í 2D-hnit fyrir teikningu á skjáinn.
  • Fragment shaders: Sjá um litun og texture fyrir hvern pixil á skjánum.
  • JavaScript: Sér um allt annað, bregðast við mús og tökkum, búa til form og senda gögn til shaders.